Fara í efni

Ný ferðaþjónustubraut hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Víkingaheimar
Víkingaheimar

Á heimasíðu SAF er sagt frá ferðaþjónustubraut sem stefnt er á að hefjist  hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja á vorönn 2010. Skráning í námið fer fram í nóvember.

Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem um samstarf atvinnulífsins ( SAF og SGS) og skóla er að ræða og jafnframt samstarf milli formlega og óformlega skólakerfisins. Þeir nemendur sem hafa lokið ?Færni í ferðaþjónustu I og II? fá áfanga metna úr því námi. Námið er jafnt ætlað nýjum nemendum sem og nemendum sem  hafa lokið Færni í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar veitir Guðlaug M. Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans, í síma 421-3100 / 896-5456 eða á netfanginu gp@fss.is

Nánar upplýsingar um námið