Ný flokkunarviðmið þýdd á ensku
Eins og fram hefur komið var nýtt flokkunarviðmið fyrir flokkun gististaða samþykkt fyrr á þessu ári og verða gististaðir flokkaðir samkvæmt því frá og með 1. janúar 2005. Nýja flokkunarviðmiðið hefur nú verið þýtt á ensku og er aðgengilegt á landkynningarvef Ferðamálaráðs.
Breytingar með nýju flokkunarviðmiði
Af þeim 128 atriðum sem er að finna í þessu nýja viðmiði eru 30 ný eða breytt frá fyrri útgáfu. Af þessum 30 breytingum eru 18 sem eingöngu eiga við 4 og 5 stjörnu gististaði, þannig að með þessu nýja viðmiði eru kröfurnar að aukast og þá sérstaklega á hærra flokkaða gististaði. Meðal helstu breytinga sem verða er að nú verður farið að vega og meta gæði húsgagna og búnaðar en ekki eingöngu gerð krafa um að viðkomandi húsgögn eða búnaður séu til staðar. Breytingar þær sem nú hafa verið samþykktar eru hliðstæðar nýjum viðmiðum er tóku gildi í Danmörku um sl. áramót og gististaðir í Svíþjóð, Grænlandi og Færeyjum eru flokkaðir eftir.
Framkvæmdin færist til Ferðamálaráðs
Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að gististöðum sem taka þátt í flokkuninni hefur verið að fjölga á síðustu mánuðum. Með skipulagsbreytingum fyrr á árinu tókst að lækka kostnað um 20% sem fallið hefur í góðan jarðveg.
Flokkunarviðmið á íslensku (PDF-skjal)
Flokkunarviðmið á ensku (PDF-skjal)