Nýir vefir Icelandair í loftið
Icelandair setti um mánaðamótin í loftið 10 nýja vefi. Um er að ræða nýja vefi á lénum Icelandair í 10 löndum. Breytingin á vefnum eru í tengslum við stærri breytingu sem lýsir sér meðal annars í nýjum sætum, nýju farrými, nýju afþreyingarkerfi, nýjum matseðli og fleiri þáttum í þjónustu félagsins. Íslenski vefurinn er www.icelandair.is.
Nýr farsímavefur
Einnig hefur verið opnaður nýr vefur þar sem viðskiptavini Icelandair geta skoðað komur, brottfarir og flugáætlun. Hægt er einnig að innrita sig í flug og sjá upplýsingar um tengiliði í viðkomandi landi. Jafnframt er hægt er að finna allar þessar upplýsingar í gegnum farsímann. Viðskiptavinir Icelandair geta nú nýtt sér þessa þjónustu og innritað sig með farsímanum sínum svo lengi sem þeir geta tengst Internetinu. Með farsímainnrituninni er hægt að innrita sig óháð stað og stund (22 klst. fyrir brottför). Brottfararspjaldið er síðan prentað út á sjálfsafgreiðslustöðvum á flugvelli og eða á Hilton Reykjavík Nordica. Þeir farþegar sem ferðast með farangur þurfa að skrá hann inn í sjálfsafgreiðslustöð á flugvelli og fá töskumiða fyrir hverja tösku. Þegar farþegi hefur innritað sig sjálfur í flug tekur starfsmaður Icelandair við farangri hans á sérstakri hraðleið. Þeir sem engan farangur hafa halda beint út á brottfararsvæðið. Slóðin á farsímavefinn er: http://m.icelandair.is