Fara í efni

Nýr formaður Ferðamálasamtaka Íslands

adakfundur_fsi09 001
adakfundur_fsi09 001

Unnur Halldórsdóttir var kjörin formaður Ferðamálasamtaka Íslands á nýafstöðum aðalfundi  samtakanna sem var haldinn á Akureyri. Tók hún við af Pétri Rafnssyni sem gegnt hefur formennsku 12 undanfarin ár.

Voru Pétri færðar þakkir á fundinum fyrir hans góðu störf. Unnur sem nú á og rekur Hótel Hamar í Borgarfirði ásamt Hirti Árnasyni , rak m.a. áður Shell stöðina í Borganesi og var formaður Heimilis og skóla um árabil. Unnur á því að baki langa reynslu bæði í ferðaþjónustu og félagsmálum.

Samtökin standa á tímamótum
Í frétt frá samtökunum kemur fram að hlutverk Ferðamálasamtaka Íslands hafi breyst nokkuð síðustu misserin. Markaðsstofur hafa verðið settar á fót í öllum landshlutunum þar sem markvisst er unnið að heildrænni markaðssetningu hvers landshluta fyrir sig með megináherslu á ferðamálin. ?Samtökin standa  í raun á tímamótum. Mikilvægt er að efla markaðsstofurnar, kalla eftir umræðum um framtíðarstefnu ferðamála, virkja grasrótina og vekja fólk í þjónustustörfum um vitundar um hversu víðtæk ferðaþjónustan er. Verkefnin framundan eru því næg og til að sinna þeim með formanni og stjórn hefur nýr starfsmaður verið ráðinn, Eva Úlla Hilmarsdóttir,? segir í fréttinni.

Töluverðar umræður urðu á fundinum m.a. um gjaldtöku á ferðamannastöðum og hvernig standa ber að uppbyggingu og umhirðu á þeim um gæðamál, menntun, grasrótarstarfið og margt fleira.

Vefþjónustukerfi afhent
Fundurinn samþykkti ályktun stjórnar um að að afhenda vefþjónustukerfi, sem FSÍ hefur kostað fyrir markaðsstofur landshlutanna, til Ferðamálastofu til eignar, varðveislu og þróunar. Kristján Pálsson afhenti Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra kerfið með formlegum hætti. ?Stjórnin vonar að þessi ákvörðun leiði til farsællar þróunar á samstarfi markaðsstofa landshlutanna og Ferðamálastofu og auki öryggi og auðveldi upplýsingagjöf til erlendra jafnt sem innlendra ferðamanna um Ísland,? segir í ályktuninni. Við þetta má bæta að nú er unnið hörðum höndum að uppfærslu vefþjónustukerfisins, samfara endurnýjum á vefjum bæði markaðsstofanna og Ferðamálastofu.

Ályktun vegna markaðsmála
Aðalfundur FSÍ haldinn á Akureyri 3.-4. nóvember 2009 lýsir yfir mikilli ánægju sinni með þann góða árangur sem náðst hefur í ferðaþjónustunni á yfirstandandi ári. Þrotlaus vinna fjölda aðila við markaðssetningu og móttöku ferðamanna um allt land vegur þar þyngst. Aðalfundurinn skorar á alþingi og ríkisstjórn að sjá til þess að fjármunir til markaðssetningar innan og utanlands verði ekki skornir niður í fjárlögum fyrir árið 2010. Vill aðalfundurinn sérstaklega benda þar á mikilvægi markaðsstofa landshlutanna. Öllum er ljóst í dag vaxandi mikilvægi ferðaþjónustunnar og þeirrar staðreyndar að engin önnur atvinnugrein hefur sömu möguleika til gjaldeyris- og atvinnusköpunar í framtíðinni, ef rétt er að málum staðið.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá fundinum.


Vel var mætt á aðalfundinn á Hótel KEA.


Fundargestir.


Hermann Jón Tómasson, bæjarstjóri á Akureyri, ávarpaði fundinn.


Unnur Halldórsdóttir, nýr formaður, fremst á myndinni.


Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri í ræðustjóli.


Fundargestir.


Kristján Pálsson afhenti Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra vefþjónustukerfið.