Nýr framkvæmdastjóri ETC
08.05.2012
Eduardo Santander
Eduardo Santander hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Evrópska ferðamálaráðsins (European Travel Commission - ETC). Eduardo er spænskur að uppruna en menntaður bæði á Spáni og í Austurríki og þar hefur hann lengst af starfað. Hann hefur víðtæka reynslu af alþjóðlegri markaðssetnignu í ferðaþjónustu og hefur haldið fyrirlestra víða um heim.
Ferðamálastofa hefur í áratugi verið aðili að Ferðamálaráði Evrópu fyrir Íslands hönd. Innan þessara rúmlega 50 ára gömlu samtaka eru nú 39 ferðamálaráð jafnmargra þjóða. Starfsemi ETC felst m.a. í markaðssókn á fjærmörkuðum, söfnun og útgáfu tölulegra upplýsinga o.fl.