Nýr fulltrúi Íslands í Ferðamálaráði Vestur-Norðurlanda
14.09.2006
Áslaug Alfreðsdóttir
Samgönguráðherra hefur skipað Áslaugu Alfreðsdóttur, hótelstjóra á Ísafirði, í stjórn Ferðamálaráðs Vestur-Norðurlanda (VNTB). Kemur hún í stað Einars Kr. Guðfinnssonar, sem lét af stjórnarstörfum þegar hann var skipaður ráðherra.
Í stjórninni eru þrír frá hverju landanna þriggja; Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Af hálfu Íslands eru fyrir í stjórninni Steinn Lárusson og Magnús Oddsson, sem er núverandi formaður ráðsins. Áslaug sat sinn fyrsta fund í ráðinu sl. þriðjudag í Reykjavík.