Nýr leiða- og þjónustukortavefur Vegagerðarinnar
05.05.2003
Vegagerðin hefur opnað "leiða- og þjónustukortavef" sem gefur notendum færi á að fá upplýsingar um ferðaþjónustu, áningastaði, leiðarlýsingar, sögustaði og náttúrufar landsins. Vefurinn tengist landshluta-, svæðis-, sögu- og náttúruskiltum sem sett hafa verið upp víða um land ferðafólki til hægðarauka og fróðleiks. Markmiðið með vefnum er aukin þjónusta við almenning í upplýsingaleit og jafnframt einfalda viðhald upplýsinga á þjónustuskiltum Vegagerðarinnar við þjóðvegi landsins. Skoða vef.