Nýr ráðherra ferðamála
22.05.2013
Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mynd af vef Alþingis.
Ragnheiður Elín Árnadóttir verður nýr ráðherra ferðamála en ráðherraskipan í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var ákveðin á þingflokksfundum flokkanna í kvöld.
Ragnheiður Elín verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þar sem ferðamálin falla undir. Hún hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Formleg ríkisstjórnarskipti munu fara fram á morgun.
Starfsfólk Ferðamálastofu býður Ragnheiði Elínu velkomna og hlakkar til samstarfsins.