Nýr starfsmaður Ferðamálastofu
19.01.2012
Áslaug Briem
Áslaug Briem hefur verið ráðin í starf gæðafulltrúa í tengslum við nýja gæða og umhverfiskerfið Vakann. Umsóknarfrestur um starfið rann út í lok desmeber og bárust rúmlega 40 umsóknir.
Áslaug Briem hefur MS-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. MS-ritgerð hennar nefndist "Þjónustugæði í íslenskri ferðaþjónustu og áhrif mismunandi menningar í þjónustu". Ritgerðin hlaut lokaverkefnisverðlaun SAF og Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála 2011. Áður hafði Áslaug lokið BA-prófi í frönsku og þýsku og B.Sc í ferðamálafræði. Hún hefur undanfarið haldið námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila um mismunandi menningarheima og þjónustu. Starfsfólk Ferðamálastofu býður Áslaugu velkomna!