Nýsköpunarverðlaun SAF - óskað eftir ábendingum
Þann 11. nóvember nk. verða nýsköpunarverðlaun SAF afhent í annað sinn. Nýsköpunar- og vöruþróunarsjóður samtakanna var stofnaður á aðalfundi SAF á síðasta ári. Hlutverk hans að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar með því að veita verðlaun/viðurkenningar fyrir athyglisverðar nýjungar.
Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir hvert verkefni og að veita viðurkenningar fyrir vöruþróun sem stjórn sjóðsins telur að muni styrkja ferðaþjónustuna.
Stjórn sjóðsins skipa Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri VIATOR og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar á Hólum sem er fulltrúi Ferðamálaseturs Íslands. Ábendingar á að senda til skrifstofu SAF, Borgartúni 35, Reykjavík og merkja þær sjóðnum.
Þetta og fleira er meðal þess sem fram kemur í nýju fréttbréfi SAF sem aðgengilegt er að vef samtakanna