Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði
Fyrsti fundur í fundarröð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn á veitingarstaðnum Malarkaffi á Drangsnesi, fimmtudaginn 19. nóvember n.k. kl 20.00. Val fundarstaðar er ekki tilviljun. Þar var hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins í heilum landshluta og því er viðeigandi að fyrsti fundur slíku tagi sé haldinn á fjörukambi í mynni Steingrímsfjarðar.
Fundir og svæðaafmörkun þeirra er annars sem hér segir;
- Strandasýsla, 19. nóvember kl 20.00. veitingarstaðurinn Malarkaffi, Drangsnesi.
- Reykhólahreppur, 20. nóvember kl 10.00. Íþróttahúsið Reykhólum, Reykhólum
- Vestur Barðastrandasýsla , 20. nóvember kl 17.00. Skor þróunarsetur, Patreksfirði
- Ísafjarðarsýsla, 25. nóvember kl 20.00. Þróunarsetur Vestfjarða, Árnagötu, Ísafirði
Óskað eftir samstarfi við sveitarfélögin um kynningu fundarins, með því að birta efni hans á heimasíðum sveitarfélaganna og kynna efni hans fyrir sveitarstjórnarfulltúum og eftir atvikum hafnarnefnd og atvinnumálanefnd. Fundirnir verða einnig kynntir í fjölmiðlum.
Hér er neðan tengill inn á upplýsingar um aðdraganda og innihald verkefnisins. Nánari upplýsingar veita Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga (adalsteinn@fjordungssamband.is) og Gunnar Páll Eydal Teiknistofunni Eik (gunnar@teiknistofan.is).
Sjá frekari upplýsingar á: http://www.vestfirskferdamal.is/skraarsafn/flokkur/21/