Nýtt ferðamálaráð skipað
19.01.2010
Svanhildur Konráðsdóttir
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðrráðherra og ráðherra ferðamála, hefur skipað í ferðamálaráð til fjögurra ára. Formaður ferðamálaráðs er sem fyrr Svahildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Varaformaður er Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg.
Aðrir fulltrúar í ferðamálaráði eru Ásbjörn Jónsson og Unnur Halldórsdóttir frá Ferðamálasamtökum Íslands. Anna G. Sverrisdóttir, Helgi Már Björgvinsson og Sævar Skaptason frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Aldís Hafsteinsdóttir og Dofri Hermannsson eru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jón Ásbergsson frá Útflutningsráði.
Hlutverk ferðamálaráðs skv. 6. gr. laga um skipan ferðamála er að:
- Gera árlega eða oftar, tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar.
- Vera ráðgefandi aðili fyrir ráðherra um áætlanir í ferðamálum.
- Veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað er ráðherra felur ráðinu eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar.