Nýtt fræðitímarit um ferðamál
Samningur um stuðning Ferðamálastofu við útgáfu fræðitímarits um ferðamál á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála var undirritaður í gær.
Markmiðið með útgáfu fræðatímarits er að vekja athygli á þeim fjölbreyttu rannsóknum sem unnar eru á sviði ferðamála hér á landi og stuðla að fræðilegri og faglegri umræðu um málefni greinarinnar. Tímaritinu er ætlað að fjalla um rannsóknir út frá öllum fræðigreinum sem taka á málefnum tengt ferðaþjónustu og ferðamálum
Tímaritið verður gefið út rafrænt í opnum aðgangi og verða greinar birtar á íslensku eða ensku jafnóðum og þær hafa verið ritrýndar. Fyrsta útgáfa er fyrirhuguð í haust.
Rannsóknamiðstöð ferðamála er útgefandi fræðitímaritsins en útgáfan er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum, Háskólans á Akureyri og Ferðamálastofu.