Nýtt fréttabréf Ráðstefnuskrifstofu Íslands
Í dag fór nýtt fréttabréf Ráðstefnuskrifstofu Íslands í dreifingu. Því er ætlað að efla upplýsingagjöf til félagsmanna en þó einkum til ráðstefnugestgjafa á Íslandi. Í blaðinu er fjallað um hina ýmsu þætti er við koma ráðstefnuhaldi og þjónustu því tengdu.
Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá því að ríkið og Reykjavíkurborg hafa að undanförnu unnið að samningagerð vegna stofnunar einkahlutafélags þar sem gert er ráð fyrir að eignaraðild að fyrirhuguðu ráðstefnu- og tónlistarhúsi verði í samræmi við ákvæði samkomulagsins frá því í apríl 2002. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við húsið hefjist 2006 og stefnt að verklokum árið 2008. Þá kemur fram að mjög góð þátttaka var í verkefninu Experience Iceland, Incentive & Convention Seminar sem Ráðstefnuskrifstofan í samvinnu við Flugleiðir stóð fyrir nú í byrjun mars, fjallað er um hið nýja Nordica Hótel, kynntir fjölbreyttir möguleikar til ráðstefnuhalds á Akureyri og ýmislegt fleira.
Ráðgert er að gefa blaðið út þrisvar á ári og hægt er að fá það sent á rafrænu formi með því að senda ósk þar um á netfangið: radstefnuskrifstofa@radstefnuskrifstofa.is
Heimasíða Ráðstefnuskrifstofu Íslands