Fara í efni

Nýtt fyrirkomulag landkynningarstarfsemi á Norðurlöndunum

Geysir
Geysir

Nú um mánaðamótin breytti Ferðamálastofa landkynningarstarfsemi sinni í því augnamiði að auka skilvirkni og hagræðingu til hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og viðskiptaaðila hennar á Norðurlöndum.

Markaðsverkefnum á Norðurlöndunum verður stýrt og fylgt eftir frá aðalskrifstofu Ferðamálastofu fyrst um sinn, en samstarf er við utanríkisþjónustuna, Útflutningsráð, almannatengslafyrirtæki og dreifingafyrirtæki um að sinna ýmsum markaðsverkefnum sem áður voru í höndum starfsmanna Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn. Í þessu samhengi hefur markaðssvið Ferðamálastofu á Íslandi verið styrkt en sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn mun verða ?andlit? Íslands á Norðurlöndunum og sinna símsvörun,  almennri upplýsingargjöf  og öðrum markaðstengslum.

Í sendiráðum Íslands í Osló, Stokkhólmi og Helsinki verða að auki sérstakir tengiliðir ferðaþjónustunnar við Noreg, Svíþjóð og Finnland til að bæta aðgengi að upplýsingum, stytta viðbragðstíma vegna fyrirspurna og fylgjast með og miðla upplýsingum til Íslands um breytingar á markaðnum.

Gerður hefur verið samningur við fyrirtæki sérhæft á sviði netmiðlunar til að annast tengsl við fagaðila og neytendur í löndunum fjórum með því að senda út reglulega fréttatilkynningar með upplýsingum um það helsta sem er að gerast  í íslenskri  ferðaþjónustu, nýjungar sem boðið er upp á o.s.frv.

Íslandsbæklingar Ferðamálastofu á dönsku, norsku, sænsku og finnsku eru afgreiddir frá dreifingarmiðstöð í Svíþjóð, og er hægt að panta eintök af þeim á  www.visiticeland.com

Skrifstofa Ferðamálastofu í Reykjavík mun sinna tengslum við blaðamenn og fagaðila fyrst um sinn. Síminn þar er 535 5500 og fyrirspurnir sendist á info@icetourist.is

Tengiliðir Ferðamaálstofu:

Sigrún Hlín Sigurðardóttir sigrun@icetourist.is
Sunna Þórðardóttir sunna@icetourist.is

Tengiliðir á Norðurlöndum eru:

Kaupmannahöfn - Rósa Viðarsdóttir: rosa.vidarsdottir@utn.stjr.is
Helsinki - Päivi Kumpulainen: paivi.kumpulainen@utn.stjr.is
Osló - Haukur Stefánsson: haukur.stefansson@utn.stjr.is
Stokkhólmur - Elín Óskarsdóttir: elin.oskarsdottir@utn.stjr.is