Nýtt kynningarefni á kínversku
Sendiráð Íslands í Peking og Íslandsstofa hafa ákveðið að gefa út í nýtt og endurbætt kynningarefni um ferðaþjónustu á Íslandi í tengslum við China International Travel Mart (CITM) sem fer fram í Shanghai í nóvember.
Kynningarefnið samanstendur af Íslandskorti, landkynningarbæklingi og lítilli handbók (A5) með upplýsingum um ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Allir textar verða á kínversku og myndefni og framsetning verður valin með kínverskan markhóp í huga.
Fyrirtækjum stendur til boða að vera með einnar síðu auglýsingu í handbókinni fyrir aðeins 50.000 krónur. Ein síða er í boði fyrir hvert fyrirtæki og er gert ráð fyrir að prenta bókina í 5000 eintökum. Staðfesta þarf kaup á auglýsingu fyrir 5. september nk.
CITM fer fram í dagana 15.-18. nóvember á þessu ári í Shanghai New International Expo Centre í nýja viðskiptahverfinu Pudong í austurhluta Shanghai. Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráðið í Peking, skipuleggur sameiginlegan bás fyrir íslensk fyrirtæki á sýningunni. Fyrirtæki sem taka þátt eru hvött til að vera með í handbókinni og koma sér þannig á framfæri.
Frekari upplýsingar veita:
Hafliði Sævarsson hjá sendiráðinu í Peking, haflidi@mfa.is og
Þorleifur Þór Jónsson hjá Íslandsstofu, thorleifur@islandsstofa.is.
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com