Nýtt kynningarmyndband um Vesturland
Kynningarmyndin West Iceland for All Senses, eða Upplifðu allt Vesturland, er komið út. Það er ferðamálaklasinn All Senses sem gefur það út til kynningar á náttúru, mannlíf og menningu Vesturlands, eins og nafnið bendir til.
Myndin er á geisladiskum og í þremur mismunandi lengdum, 3,3 - 9,3 og 14,3 mínútur með bæði ensku og íslensku tali. Friðþjófur Helga sá um myndatökur og klippingar en Steinar Berg hafði umsjón með tónlist, samdi íslenskan texta og hafði yfirumsjón með verkinu. Shelagh Smith sá um enska textann. Benedikt Erlingsson og Martin Regal ljáðu rödd sína. Menningarsjóður Vesturland, Sparisjóður Mýrasýslu, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Grundarfjörður, Stykkishólmur og Dalabyggð styrktu myndina. Í frétt frá All Senses kemur fram að rúmlega 100 sendiherrar erlendra ríkja heimsóttu Vesturlandið um daginn og fengu afhent fyrstu eintökin er þeir komu í Fossatún og snæddu þar kvöldverð.