Nýtt starfsfólk Ferðamálastofu
26.09.2008
Florence og Rannveig
Tveir nýir starfsmenn hófu nýverið störf hjá Ferðamálastofu. Rannveig Guðmundsdóttir hefur tekið við sem verkefnisstjóri á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í barnsburðarleyfi Elínar Ingvarsdóttur og á skrifstofu Ferðamálastofu í Þýskalandi hefur Florence Favier komið til starfa og leysir af Karine Delti-Beck sem einnig er á leið í fæðingarorlof.
Rannveig Guðmundsdóttir er ferðamálafræðingur frá Háskóla íslands og starfaði áður hjá Þekkingarsetri Þingeyinga á Húsavík.
Florence er frönsk að uppruna. Hún mun einkum sá um samskipti við Frakkland, Ítalíu og Spán, auk Belgíu.
Florece Favier (t.v.) og Rannveig Guðmundsdóttir