Öflug ferðasíða um Ísland á TV2
Ferðamálastofa og stærsti fjölmiðill Danmerkur - TV2 - eru að setja á laggirnar ferðasíðu um Ísland. Henni er ætlað að markaðssetja ferðamannalandið Ísland í Danmörku og gefst íslenskum ferðaþjónustuaðilum kostur á að kaupa þar auglýsingaborða.
Vefsíða TV2 er ein sú vinsælasta í Danmörku um 1,6 milljónir heimsókna á mánuði. Síðan er sérstaklega sterk í aldurshópnum 20-40 ára. ?Við lítum á þetta verkefni sem gott tækifæri fyrir Ísland í Danmörku, þar sem TV2-samstæðan mun auglýsa ferðasíðuna mjög kröftuglega, m.a. með vikulegum ferðainnslögum í morgunsjónvarpinu Go''morgen,? segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, þróunarstjóri markaðsmála hjá Ferðamálastofu. Þá má geta þess að vefsíðan hefur sterka stöðu á Google þannig að greinar um Ísland munu raðast ofarlega þar.
Sem fyrr segir gefst íslenskum ferðaþjónustuaðilum kostur á að kaupa auglýsingaborða á síðunnu og má finna upplýsingar um verð í meðfylgjandi PDF-skjali.
Áhugasamir hafi samband við Daða Halldórsson mail@kommunikativ.dk
Slóð á síðuna: http://v2rejsertv2.forinsty.pil.dk/island/