Öryggi ferðamanna við krefjandi aðstæður: Á að loka?
Ferðamálastofa og Félag fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG) héldu miðvikudaginn 18. janúar 2023 málþing um öryggi ferðamanna. Málþingið fer fram á Grand Hótel Reykjavík (Háteigur) kl. 10-12. Yfirskriftin er: Öryggi ferðamanna við krefjandi aðstæður: Á að loka?
Ferðaþjónusta á Íslandi byggir að stærstum hluta á þeim áhuga, sem að ferðamenn hafa á íslenskri náttúru. Þekkingarleysi ferðamanna á hættum, sem að geta steðjað, hefur þó stundum leitt til alvarlegra atvika. Einnig er hluti afþreyingar, sem boðið er upp á, byggður á því að njóta náttúrunnar við krefjandi aðstæður, þar sem að hætta getur skapast. Hættan getur verið af ólíkum toga en meginviðfangsefnið er ávallt það sama: Hvaða aðferðum getum við beitt til þess að tryggja, af fremsta megni, öryggi ferðamanna við krefjandi aðstæður?