Fara í efni

Óskað umsagnar um breytingar á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Svartifoss

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011.

Meginefni frumvarpsins felur í sér að gerðar eru breytingar á markmiðum og hlutverki Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða þannig að hlutverk hans verði eftirleiðis að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í umsjón eða eigu sveitarfélaga og einkaaðila.

Ferðamannastaðir í opinberri eigu falla utan gildissviðs laganna sem og staðir sem eru á náttúruverndarsvæðum, sem ekki eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga eða einkaaðila.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 23. mars nk.

Umsagnir óskast sendar á netfangið postur@anr.is eða í bréfpósti á: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.