Panorama Glass Lodge fær gæða- og umhverfisvottun Vakans
Gististaðurinn Panorama Glass Lodge fékk í vikunni gæðavottun Vakans ásamt bronsmerki í umhverfishlutanum.
Eigendur Panorama Glass Lodge eru hjónin Andreas og Sabrina Dedler.
„Við erum himinlifandi með að hafa klárað ferlið og fengið vottun Vakans. Með vottuninni aukum við enn frekar áreiðanleika okkar og allir innri verkferlar verða mun skilvirkari og skýrari á öllum sviðum starfseminnar. Vottunin hjálpar okkur einnig að halda áfram stöðugum umbótum og tryggja þannig sem best upplifun, þarfir og ánægju viðskiptavina okkar “ sagði Andreas.
Panorama Glass Lodge eru skandinavískir glerskálar (ígló) í víkingastíl, með auka lúxus, staðsettir í nágrenni Hellu. Glerskálarnir eru samtals 4 og er heitur pottur við hvern og einn þeirra. Sjálfbærni og virðing við náttúruna var höfð að leiðarljósi við uppbyggingu og innréttingar húsanna.
Það var Vottunarstofan iCert sem sá um vottun Panorama Glass Lodge.
Ferðamálastofa óskar eigendum og starfsfólki innilega til hamingju með glæsilegan áfanga.