Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2021-23
Fyrr á árinu birti Ferðamálastofa fyrstu rannsóknaráætlun sína, sem nær til áranna 2020-2022. Veigamikill þáttur við undirbúning og gerð áætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir og hefur hún nú skilað ráðgjöf snni fyrir næsta tímabil, þ.e. árin 2021-23.
Með samsetningu nefndarinnar er leitast við að draga að vísindalega þekkingu, kunnáttu og sérfræði hagsmunaðila í greininni. Nefndin fjallaði um ráðgjöf sína um verkefni fyrir rannsóknaráætlun áranna 2021-23 fjórum fundum á tímabilinu 8.9. til 30.9.2020 og má nálgast hana hér að neðan.
Ráðgjöfin skiptist í fjóra hluta:
I. forsendur ráðgjafarinnar
II. verkefni í vinnslu
III. ný verkefni
IV. önnur atriði sem nefndin vill koma á framfæri.
Nefndin hefur rætt mikilvægi þess að hún setji fram ráðgjöf sína vel fyrir mitt hvert ár til þess Ferðamálastofu gefist ráðrúm að ganga frá og auglýsa rannsóknaráætlun næstu þriggja ára á haustdögum þannig að niðurstaða um framkvæmd verkefna geti legið fyrir áður en rannsóknartímabil hefst. Til þess að svo megi verða hyggst hún hefja störf að ráðgjöf sinni um rannsóknaráætlun áranna 2022-24 snemma á næsta ári.
Fyrir tímabilið 2021-2023 voru skipuð í nefndina:
- Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands
– tilnefndur af Ferðamálastofu, formaður. - Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri og lektor við Háskólann á Hólum
– tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins. - Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Háskóla Íslands
– tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins. - Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
– tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. - Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF
– tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar. - Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu ferðamála og nýsköpunar
– tilnefnd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. - Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu
–tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2021-23
Mynd: Úr Mývatnssveit Nuno Antunes á Unsplash