Radisson Blu 1919 Hótel fær stjörnuflokkun Vakans
Radisson Blu 1919 Hótel í Reykjavík er nýr þátttakandi í gæðakerfi Vakans. Hótelið hefur nú farið í gegnum og staðist gæðaúttekt Vakans sem byggð er á viðurkenndum samevrópskum gæðaviðmiðum Hotelstars.eu. Samkvæmt þeim flokkast Radisson Blu 1919 sem fjögurra stjörnu hótel.
„Starfsfólk hótelsins leggur allan sinn metnað í að veita gestum faglega og framúrskarandi þjónustu, eins og önnur Radisson Blu hótel, og með innleiðingu á gæðakerfinu hefur reksturinn verið tekinn út samkvæmt ítarlegum viðmiðum sem við erum afar ánægð með að hafa farið í gegnum. Það er alltaf gott að fá utanaðkomandi aðila til að skoða og meta það sem við erum að gera og einnig teljum við það mikilvægt að taka þátt í faglegri uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi", segir Bergþóra Bjarnadóttir yfirmaður gistisviðs hjá Radisson Blu 1919, sem segist ennfremur hlakka til áframhaldandi samstarfs á komandi árum.
Við hjá Ferðamálastofu og Vakanum getum sannarlega tekið undir það og óskum forsvarsmönnum og starfsfólki öllu innilega til hamingju með glæsilegan áfanga.
Bergþóra Bjarnadóttir, yfirmaður gistisviðs Radisson Blu 1919 Hótel
og Marc Eberhard hótelstjóri.