Fara í efni

Ráðstefna SAF um mikilvægi fundamarkaðarins

Séð yfir salinn.
Séð yfir salinn.

Samtök ferðaþjónustunnar halda ráðstefnu 10. september næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica um mikilvægi fundamarkaðarins og munu þrír þekktir erlendir fyrirlesarar koma til landsins af þessu tilefni.  Þeir eru Paul Flackett, framkvæmdastjóri IMEX, Patrick Delaney, framkvæmdastjóri Ovation Global DMC og Lutz Vogt, framkvæmdastjóri þýsku ráðstefnuskrifstofunnar.  Einnig halda erindi Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portus Group, og Anna R. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands. 

Með tilkomu nýja ráðstefnuhússins við höfnina í Reykjavík mun aðstaða til ráðstefnuhalds jafnast á við það besta í samkeppnislöndum og því brýnt að örva funda- og ráðstefnuhald sem eru ein verðmætustu viðskipti í ferðaþjónustunni.  Þessi ráðstefna er liður í því starfi.  Gististaðanefnd SAF lagði tillögu að þessari dagskrá fyrir stjórn á vordögum og hefur verið lögð mikil vinna í að gera hana sem best úr garði.

Þátttökugjald er kr. 4.900 pr. mann og kr. 3.500 fyrir þátttakendur umfram einn frá sama fyrirtæki.  Tekist hefur að halda þátttökugjaldi svo lágu með aðstoð fyrirlesaranna sjálfra og hafa Icelandair, Radisson Blu Hótel Saga, Hilton Reykjavík Nordica og Hótel Holt lagt hönd á plóg og er þeim öllum þakkað.

Félagsmenn og aðrir áhugasamir um funda- og ráðstefnumarkaðinn eru hvattir til þess að nota þetta einstaka tækifæri og taka þátt.  Tilkynna þarf þátttöku til SAF info@saf.is eða í síma 511-8000.

Dagskrá