Fara í efni

Ráðstefna um ásýnd og ímynd íslenskra sveita

FulltafHusum
FulltafHusum

Föstudaginn 29. nóvember nk. verður haldin ráðstefna á Hótel Selfossi undir yfirskriftinni "Íslenskar sveitir - ásýnd og ímynd." Ráðstefnan er haldin af átaksverkefninu Fegurri sveitum og landbúnaðarráðuneytinu.

Eins og nafnið ber með sér er Fegurri sveitir átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Verkefnið er á vegum landbúnaðarráðuneytisins og tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Mikill meirihluti sveitarfélaga í landinu er nú meðal þátttakenda auk fjölmargra félagasamtaka. Ráðstefnan á Selfossi er ókeypis og öllum opin. Hægt er að skrá sig til 22. nóvember og er netfangið ragnhildur.umhverfi@simnet.is.

Dagskrá

Kl. 10:00 Setning. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
Kl. 10:05 Átaksverkefnið Fegurri sveitir. Níels Árni Lund formaður stjórnar Fegurri sveita
Kl. 10:15 Skýrsla verkefnisstjóra Fegurri sveita. Ragnhildur Sigurðardóttir
Kl. 10:35 Reynsla okkar og framtíðarsýn. Hildur Stefánsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir, starfsmenn Fegurri sveita.

Kaffihlé

11:10 Raddir samstarfsaðila:
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. Magnús B. Jónsson rektor
Eyjafjarðarsveit. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri
Hrunamannahreppur. Tómas Þórir Jónsson
Bændasamtök Íslands
Kl. 11:50 Umræður og fyrirspurnir

Kl. 12:15 Léttur hádegisverður (1350 kr)
Tónlistaratriði

Kl. 13:00 Hvers virði er ásýnd íslenskra sveita? Páll Skúlason Háskólarektor
Kl. 13:20 Hver er ábyrgð stórra fyrirtækja á ásýnd landsins? Fulltrúi Landsvirkjunar
Kl. 13:30 Erindi. Ómar Ragnarsson

Kaffihlé

Kl. 14:00 Málstofur

Vatn
Málstofustjóri : Sigurbjörg Sæmundsdóttir Umhverfisráðuneytinu.
Efni: Verndun vatnsbóla, nytjavatn, þ.á.m. neysluvatn og frárennslismál í sveitum.
Meðal þátttakenda: Ingólfur Gissurarson Hollustuvernd ríkisins, Óttar Geirsson Bændasamtökum Íslands og Gunnar Steinn Jónsson Hollustuvernd ríkisins.

Umhverfisskipulagsmál
Málstofustjóri: Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21
Efni: Stjórn umhverfis- og náttúruverndarmála í sveitum
Meðal þátttakenda: fulltrúi frá Náttúruvernd ríkisins, Ólafur Dýrmundsson Bændasamtökum Íslands, Elín Berglind Viktorsdóttir frá Hólaskóla, Ásdís Helga Bjarnardóttir landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, fulltrúi frá Garðyrkjuskólanum, Marteinn Njálsson formaður stjórnar félags ferðaþjónustubænda,
og Heiðrún Guðmundsdóttir frá Hollustuvernd ríkisins.

Úrgangur
Málstofustjóri: Helgi Jensson Hollustuvernd ríkisins
Efni: Spilliefni, landbúnaðarplast, brotajárn og annar úrgangur í sveitum. Söfnun, endurnýting og förgun.
Meðal þátttakenda: Már Karlsson frá Spilliefnanefnd, Cornelis Aart Meyles Hollustuvernd ríkisins, Guðmundur Tryggvi Ólafsson Sorpstöð Suðurlands, Gunnar Þ. Garðarsson Endurvinnslunni hf. Akureyri og fulltrúar frá brotajárnsendurvinnslufyrirtækjum.

Kaffihlé

Kl. 15.10 Málstofustjórar gera grein fyrir umræðum.

Almennar umræður og fyrirspurnir

Gestum boðið upp veitingar. Landbúnaðarráðherra veitir þátttakendum viðurkenningar

Kl 17.00 Ráðstefnunni slitið

Ráðstefnustjóri: Níels Árni Lund formaður stjórnar Fegurri sveita
Skráning hjá verkefnisstjóra Fegurri sveita í síma 43 56695/8511646 og 8482339, netfang: ragnhildur.umhverfi@simnet.is eða hjá skiptiborði landbúnaðarráðuneytisins. Skráningarfrestur er til 22. nóvember.