Ráðstefna um golf og ferðaþjónustu
17.04.2007
Golf vestmannaeyjum
Samhliða Ferða- og golfsýningunni 2007 sem fram fer í Fífunni um næstu helgi 20. -22. apríl verður ráðstefna á laugardeginum um golf og ferðaþjónustu. Þar verður reynt að varpa ljósi á mikilvægi golfíþróttarinnar fyrir ferðaþjónustuna og hvernig við eigum að kynna golf á Íslandi fyrir innlendum sem erlendum ferðamönnum.
Ráðstefnan fer fram á laugardeginum 21. apríl og hefst hún klukkan 13:00 og stendur til 16:00.
Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:
- 13:00 Forseti GSÍ, Jón Ásgeir Eyjólfsson, Golfíþróttin - sóknarfæri ferðaþjónustunnar.
- 13:15 Rob Holt framkvæmdastjóri Ryder Cup í Wales 2010, Mikilvægi Ryder Cup fyrir golf og ferðaþjónustu í Wales.
- 13:45 Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair, Er golf á Íslandi eitthvað sem við getum selt?
- 14:15 Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Black Sand, Uppbygging alþjóðagolfvallar á Íslandi.
- 14:45 Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ, Hvar nálgumst við erlenda kylfinga, kynning á Solheim Cup 2007.
- 15:15 Ásbjörn Björgvinsson Golfklúbbi Húsavíkur, Eru Íslendingar ekki líka ferðamenn?
- 15:45 Pallborðsumræður og samantekt. Magnús Oddsson ferðamálastjóri.
Golfsamband Íslands vonast eftir að sjá sem flesta ferðaþjónustuaðila á ráðstefnunni sem fer fram í hátíðarsal Smáraskóla sem er í göngufæri við sýningarhöllina í Fífunni.