Fara í efni

Ráðstefna um Tyrkjaránið 1627

Vestmannaeyjahofn
Vestmannaeyjahofn

Helgina 17.-19. október heldur félagið Sögusetur 1627 alþjóðlega ráðstefnu í Vestmannaeyjum. Markmið hennar er tvíþætt. Að kanna möguleika á starfsrækslu sögu- og fræðasetur í kringum Tyrkjaránið 1627 og stofna til fræðasamstarfs í kringum þennan merka atburð.

Ráðstefnan er haldin í tilefni þess að ritið Reisubók séra ólafs Egilssonar hefur nú verið gefið út á ensku. Erlendir fræðamenn á sviði sjórána á 16. og 17. öld hafa þegar tilkynnt komu sína.

Um Sögusetur 1627
Félagið Sögusetur 1627 var stofnað árið 2006 undir nafninu Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum. Markmið félagsins er að verða alþjóðleg miðstöð rannsókna og fræðslu um þá sjóvíkinga sem herjuðu í norðurhöfum á 16. og 17. öld. Þessum markmiðum verður náð með því að byggja uppfræðasetur þar sem stundaðar verða samanburðarrannsóknir og úrvinnsla á heimildum, viðhorfum, sýn fræðum og ritverkum er tengjast sviðinu.

Grunnþema setursins verður Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum árið 1627 en markmiðið er að nálgast þann atburð í víðara samhengi. Þá verður lögð áhersla á að tengja þessa sögu 16. og 17. aldar við nútímann og því verður Sögusetur 1627 þáttur í samskiptum ólíkra menningarheima með áherslu á islam og kristni, hinn vestræna heim og Mið-Austurlönd.

Með Sögusetri 1627 verður tækifæri tilfrekari úrvinnslu og kynningar á íslenskum handritaarfi og búinn til vettvangur fyrir rannsóknir og miðlun .þekkingar á Tyrkjaráninu. Enn fremur mun Sögusetur 1627 skapa íslenskum rannsóknum og heimildum á Tyrkjaráninu stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rannsóknarefni.