Ráðstefnuskrifstofa Íslands boðar til morgunverðarfundar
03.05.2002
radstefnuskrifstofan
Í tilefni af 10 ára starfsafmæli sínu mun Ráðstefnuskrifstofa Íslands standa fyrir morgunverðarfundi í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn, 8. maí nk kl 08:15-09:30. Yfirskrift fundarins er:
Framtíð ráðstefnuhalds á Íslandi.
Eftirfarandi eru framsöguerindin sem verða flutt:
· Mikilvægi ráðstefnuhúss fyrir ferðaþjónustuna,
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
· Bygging ráðstefnuhúss í Reykjavík - fjárfesting til framtíðar -
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgastjóri
· Ráðstefnulandið Ísland -best eða ódýrast -
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við HÍ