Fara í efni

Rannsókn á þolmörkum ferðamannastaða á Íslandi.

Ferðamálaráð Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands vinna nú að rannsókn á þolmörkum níu ferðamannastaða á Íslandi.

Þolmörk eru sá fjöldi ferðamanna sem svæði þolir áður en grípa verður til takmarkanna eða aðgerða til að forða hnignun ferðamannastaðar. Ferðamannastaður hnignar þegar ferðamönnum þangað fækkar eða staðurinn fer að láta á sjá að einhverju leyti.

Rannsóknin tekur til fjögurra þátta ferðamennsku, grunngerðar svæðis, framboðs og afkastagetu fyrirtækja, reynslu ferðamanna og upplifunar þeirra, viðhorfa heimamanna til ferðamannna og ferðamennsku og áhrifa ferðamanna á náttúrulegt umhverfi. Það eru Anna Dóra Sæþórsdóttir, Arnar Már Ólafsson, Guðrún Gísladóttir og Bergþóra Aradóttir sem skipta með sér verkum og leiða rannsóknina.

Sumarið 2000 voru þrír staðir rannsakaðir, Skaftafell, Lónsöræfi og Landmannalaugar. Sumarið 2001 voru rannsakaðir tveir staðir; Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og Mývatnssveit. Úrvinnsla frá þessum stöðum er mislangt á veg komin en skýrslu um Skaftafell er þó að vænta á næstu misserum.


Sept. 2001