Rannsóknamiðstöð ferðamála með NPP-verkefni
28.09.2010
Hver
Nú á haustdögum mun Rannsóknamiðstöð ferðamála leiða verkefni á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins á Íslandi um þróun sjálfbærra samgangna í þágu ferðaþjónustu á jaðarsvæðum.
Er markmið verkefnisins að þróa nýjungar í samgögnum fyrir svæði á jaðri norður Evrópu sem byggja afkomu sína á ferðaþjónustu að hluta eða öllu leyti. Er verkefnið unnið í samvinnu við Svía og Skota og mun leitast við að bæta net almenningssamgangna og upplýsingagjöf þar um. Þannig stendur til að þróa:
- Nýjar leiðir fyrir ferðaþjónustu sem mætir árstíðarsveiflum og tengist flugsamgögnum
- Samnýting leiða fyrir flutning á mat til áfangastaða og sorphirðu og endurvinnslu frá áfangastöðum
- Notendavæna upplýsingagjöf gegnum netið og farsíma
Er Rannsóknamiðstöðin nú að leita áfangastaða innanlands sem og fyrirtækja sem vilja taka þátt í þróunarvinnunni á næstu þremur árum.
Vefur Rannsóknamiðstöðvar ferðamála