Rannsóknir um ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja
"Menning og samfélag - Náttúra - Efnahagslíf" er yfirskrift fjölþjóðlegrar ráðstefnu um rannsóknir um ferðamennsku og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem Ferðamálasetur Íslands (FMSÍ) mun standa fyrir dagana 22.-25. september . Ráðstefnan er haldin á Akureyri í samvinnu við Nordisk Selskab for Turismeforskning en samtökin standa að útgáfu Scandinavian Journal of Hospitality and Tourism.
Sextíu og sex erindi verða flutt í fimm málstofum þar sem meginstef eru menning og samfélag, náttúra, efnahagslíf, stefnumótun og markaðsmál. Liðlega 80 þátttakendur eru nú þegar skráðir á ráðstefnuna.
Mjög virtir aðalfyrirlesarar verða með erindi á ráðstefnunni. Simon Milne, forstöðuaður ferðamálaseturs Nýja Sjálands, mun halda erindi fimmtudaginn 22. september. Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni og Stephen Ball, formaður samtaka fræðimanna um rekstur ferðaþjónustufyrirtækja í Bretlandi, munu halda erindi sín á föstudagsmorgni og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, klukkan tvö sama dag. Á laugardag fjallar John Hull, fræðimaður frá Kanada, um möguleika sjálfbærrar ferðaþjónustu innan þjóðgarða.
Samhliða ráðstefnunni mun Rannsóknarstofnun HA (RHA) halda ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál, VIII Nordic-Scottish Conference on Rural and Regional Development. Þar verður m.a. sérstök málstofa um ferðamennsku og byggðamál. Búist er við um 40 þátttakendum á þá ráðstefnu (sjá http://vefir.unak.is/nsun2005/)
Þátttökugjald er 34.000 kr. á ráðstefnuna alla eða 15.000 kr.á ráðstefnudag og þá án kvöldverðar. Nánari upplýsingar er að finna á vef FMSÍ, http://www.fmsi.is, á vef ráðstefnunnar, http://vefir.unak.is/14thnordic/, eða hjá Helga Gestssyni hjá FMSÍ í síma 460 8930.
Dagskrá ráðstefnunnar (PDF)