Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO ? Hvað svo?
Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir pallborðsumræðum á Bókmenntahátíð í dag kl. 13:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hvaða þýðingu hefur útnefningin haft fyrir aðrar borgir og hvað kemur hún til með að hafa í för með sér fyrir Reykjavík? Þátttakendur eru Einar Örn Benediktsson, formaður Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs, rithöfundurinn Sjón og þær Ali Bowden, framkvæmdastóri Edinburgh City of Literature og Jane Alger, framkvæmdastjóri Dublin City of Literature. Þær munu fjalla um framkvæmd og þýðingu útnefningarinnar í sínum borgum. Þorgerður E. Sigurðardóttir stýrir umræðum og tekið verður við spurningum úr sal.
Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar Bókmenntaborgarinnar:
Auður Rán Þorgeirsdóttir, audur.ran.thorgeirsdottir@reykjavik.is, s. 615 2628
Kristín Viðarsdóttir, kristin.vidarsdottir@reykjavik.is, s. 863 4319