Reykjavíkurborg til liðs við Iceland Naturally
07.03.2008
IcelandNaturally
Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt tillaga Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra þess efnis að Reykjavíkurborg taki þátt í landkynningarátakinu Iceland Naturally í Norður Ameríku.
Iceland Naturally felst sem kunnugt er í markaðssókn og kynningu á Íslandi og íslenskum vörum þar sem íslensk stjórnvöld og fyrirtæki taka höndum saman. Framan af einskorðaðist verkefnið við Norður-Ameríku og var fyrsti samningurinn þar gerður á haustmánuðum 1999. Síðar var Iceland Naturally útvíkkað til Evrópu og hófst þar á seinni hluta ársins 2006. Verkefnið hefur frá upphafi verið vistað hjá Ferðamálastofu.