Fara í efni

Reynslusaga ferðamanns

konamedhufu
konamedhufu


Daglega berast Ferðamálaráði fjöldi tölvupóstsendinga með fyrirspurnum eða öðrum erindum. Oft er fólk að lýsa ánægju sinni með heimsókn til landsins og til gamans er hér birt bréf sem skrifstofu Ferðamálaráðs í New York barst í gær frá bandarískum ferðamanni.

"Ég heimsótti Reykjavík fyrir stuttu og átti mjög ánægjulega dvöl. Mér finnst Ísland einn fallegasti staður á jörðinni. En ég varð fyrir því óláni að 500 dollara myndavélinni minni var stolið. Ég vissi ekki hvert ég ætti að snúa mér og fór til baka þar sem ég hafði verið að versla fyrr um daginn. Er ég sagði konunni sem á verslunina hvað hefði gerst sagði hún að það gæti ekki verið að einhver hefði stolið myndavélinni minni. Ég hlyti að hafa tínt henni. "Þetta er Ísland ekki Bandaríkin," sagði hún. Hún hringdi síðan fyrir mig á alla staði sem ég hafði komið á um daginn. Í ljós kom að ég hafði gleymt myndavélinni í rútunni og einhver vingjarnlegur Íslendingur farið með hana á lögreglustöðina þangað sem ég gat sótt hana. Þetta er sönnun þess hversu vingjarnleg þjóð Íslendingar eru. Ég mun heimsækja Ísland eins oft og ég get. Ég er hugfanginn af Reykjavík!" -Eric Diello