Fara í efni

Rúmlega 7 milljarða tekjuauki af erlendum ferðamönnum á síðasta ári

Jökulsárlón
Jökulsárlón

Seðlabanki Íslands hefur nú sent frá sér upplýsingar um tekjur af erlendum ferðamönnum árið 2006. Samkvæmt þeim voru heildargjaldeyristekjur af erlendum gestum 46,8 milljarðar en árið 2005 voru þær 39,7 milljarðar.

Aukningin á milli ára er því rúmlega 7 milljarðar á árinu eða um 17,8%. Þar af er aukningin vegna neyslu erlendra gesta í landinu um 5,2 milljarðar en gestirnir keyptu þjónustu hér á landi fyrir nær 31 milljarð á móti 25,7 milljöðrum árið 2005.

Ein stærsta atvinnugreinin í gjaldeyrisöflun
?Þessar tölur staðfesta á sama hátt og tölur um fjölda gesta til landsins og seldar gistinætur að árið 2006 var umfangsmesta ár í íslenskri ferðaþjónustu frá upphafi og ferðaþjónustan styrkir stöðu sína sem ein stærsta atvinnugreinin í gjaldeyrisöflun,? segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri.

? Þó að í þessum tekjutölum gæti auðvitað ákveðinna gengisbreytinga á milli áranna er samt um verulega raunaukningu að ræða í erlendum myntum, en eins og ferðaþjónustna hefur margbent á þá eru útgjöld hennar að mestu leyti í innlendri mynt. Því ætti svo mikil tekjuaukning í íslenskum krónum að skapa frekari forsendur fyrir bættri arðsemi sem er auðvitað það sem mestu skiptir, hvað sem allar magntölur segja,? segir Magnús