Samstarf Farfugla og Landverndar
03.06.2014
Guðmundur Guðbrandsson, framkvæmdastj Landverndar og Emilia Prodea umhverfis- og gæðastjóri Farfugla
Fyrir skömmu undirrituðu Landvernd og Farfuglar samstarfssamning sem felur í sér að gestir Farfuglaheimilanna geta lagt fé í sjóð sem síðan verður notað til að styrkja tvo langtímaverkefni sem Landvernd vinnur að.
Verkefin sem styrkt verða eru jarðhitaverkefni Landverndar og fræðslu- og aðgerðaverkefni í landgræðslu með skólabörnum í þremur grænfánaskólum á Suðurlandi. Auk þess munu samtökin þróa saman verkefni um landgræðslu á erfiðum og illa förnum rofsvæðum.
Með samkomulaginu gefa Farfuglar gestum sínum tækifæri til að taka þátt í metnaðarfullu umhverfsstarfi samtakanna á táknrænan hátt.