"Scandinavian Travel Award"
23.12.2002
Sem kunnugt er verður hin árlega ferðasýning, INTERNATIONAL TOURISM - BÖRSE (ITB) haldin í Berlín dagana 7.-11. mars nk. Í tengslum við hana mun útgáfufyrirtækið NORDIS Verlag í annað sinn veita svokölluð "Scandinavian Travel Award" verðlaun.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í fyrra og þá unnu Vestfirðir til þeirra eins og margir eflaust muna. Um er að ræða fjóra mismunandi flokka.
- Besti áfangastaður, svæði
- Besta vöruframboð/þjónusta
- Flutningsfyrirtæki, flugfélög, ferjur eða annað
- Besti ferðaheildsali í Þýskalandi og ferðaskrifstofa
Þátttökufrestur rennur út þann 15 janúar nk. en meiri upplýsingar (á þýsku og sænsku) og skráningareyðublöð má nálgast hér. (pdf-skrá 350 kb) Allar nánari upplýsingar veitir Jeanette Jansson hjá NORDIS í netfang sekretariat@nordis.com