Sex þúsund fleiri ferðamenn í október í ár en fyrra
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 44.994 erlendir ferðamenn frá landinu í október síðastliðnum eða um sex þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011.
Aukning milli ára 15,9%
Ferðamenn í október í ár voru 15,9% fleiri en í október árið 2011. Þegar litið er til fjölda ferðamanna á ellefu ára tímabili (2002-2012) má sjá að jafnaði 10,2% aukningu milli ára frá árinu 2002.
Bretar, Bandaríkjamenn og Norðmenn 45% ferðamanna
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (21,0%), Bandaríkjunum (13,1%) og Noregi (11,1%). Ferðamenn frá Danmörku (7,5%), Þýskalandi (6,0%) og Svíþjóð (5,9%) fylgdu þar á eftir.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum og Norðmönnum mest milli ára í október. Þannig komu um 1.800 fleiri Bretar í ár en í fyrra og tæplega 1.300 fleiri Norðmenn.
Einstök markaðssvæði
Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum í október nema N-Ameríku sem stendur í stað. Aukningin var 22,8% frá Bretlandi, 18,3% frá Mið- og S-Evrópu, 15,0% frá Norðurlöndunum og 23,6% frá löndum sem flokkuð eru undir "Annað".
Ferðamenn frá áramótum
Það sem af er ári hefur 581.951 erlendur ferðamaður farið frá landinu eða 85.055 fleiri en á sama tímabili í fyrra en um er að ræða 17,1% aukningu milli ára. Aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, 34,0% aukning frá Bretlandi, 16,7% frá N-Ameríku, 12,6% frá Mið- og S-Evrópu, 9,8% frá Norðurlöndunum og 23,2% frá löndum sem eru flokkuð undið "Annað".
Ferðir Íslendinga utan
Um 35 þúsund Íslendingar fóru utan í október síðastliðnum, 10,4% fleiri en í október 2011. Frá áramótum hafa 310.698 Íslendingar farið utan, 6,3% fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust um 292 þúsund.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is
Október eftir þjóðernum | Janúar - október eftir þjóðernum | |||||||||
Breyting milli ára | Breyting milli ára | |||||||||
2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | 2011 | 2012 | Fjöldi | (%) | |||
Bandaríkin | 5.549 | 5.912 | 363 | 6,5 | Bandaríkin | 70.721 | 85.000 | 14.279 | 20,2 | |
Bretland | 7.703 | 9.458 | 1.755 | 22,8 | Bretland | 57.684 | 77.313 | 19.629 | 34,0 | |
Danmörk | 3.450 | 3.392 | -58 | -1,7 | Danmörk | 37.815 | 37.753 | -62 | -0,2 | |
Finnland | 779 | 935 | 156 | 20,0 | Finnland | 11.180 | 12.289 | 1.109 | 9,9 | |
Frakkland | 1.598 | 1.196 | -402 | -25,2 | Frakkland | 34.142 | 38.963 | 4.821 | 14,1 | |
Holland | 1.475 | 1.414 | -61 | -4,1 | Holland | 18.709 | 19.924 | 1.215 | 6,5 | |
Ítalía | 302 | 338 | 36 | 11,9 | Ítalía | 11.818 | 13.063 | 1.245 | 10,5 | |
Japan | 535 | 671 | 136 | 25,4 | Japan | 5.678 | 8.266 | 2.588 | 45,6 | |
Kanada | 1.999 | 1.702 | -297 | -14,9 | Kanada | 17.270 | 17.728 | 458 | 2,7 | |
Kína | 637 | 1.080 | 443 | 69,5 | Kína | 7.718 | 12.245 | 4.527 | 58,7 | |
Noregur | 3.747 | 5.008 | 1.261 | 33,7 | Noregur | 38.408 | 46.481 | 8.073 | 21,0 | |
Pólland | 633 | 754 | 121 | 19,1 | Pólland | 12.344 | 12.933 | 589 | 4,8 | |
Rússland | 216 | 413 | 197 |
|