Fara í efni

Skráning hafin á ráðstefnu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu

Nú er hafin skráning á ráðstefnuna ?Umhverfisvottun í ferðaþjónustu -tálsýn eða tækifæri?? sem haldin verður miðvikudaginn 11. maí næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík.

Að henni standa Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið í samvinnu við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, Landvernd, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ferðamálasetur Íslands. Tilgangurinn er að vekja athygli á og koma af stað umræðu um umhverfisvottun í ferðaþjónustu, með höfuðáherslu á umræðu um umhverfisvottun sem tæki til að ná fram sparnaði í rekstri.

Skoða dagskrá

Skráning