Fara í efni

Skrifað undir styrkveitingu Ferðamálaráðs til ?Pompei norðursins?

Vestmananeyjar 2
Vestmananeyjar 2

Fyrr í vikunni var skrifað undið styrkveitingu Ferðamálaráðs til verkefnisins ?Pompei-norðursins?. Um er ræða uppgröft húsa og fleiri gosminja sem grófust í ösku í Heimaeyjargosinu 1973. Verkefnið var meðal þeirra sem fengu úthlutað styrk til útbóta í umhverfismálum á þessu ári í flokknum ?uppbygging nýrra svæða?. Hlaut það hæsta styrkinn að þessu sinni, 5 milljónir króna. Framkvæmdir hófust fyrir nokkru og gefa fyrstu niðurstöður vonir um góðan árangur.

Kapphlaup við tímann
Nú eru liðin rúm 30 ár frá gosinu í Vestmannaeyjum og ummerki hinna gífurlegu spjalla sem það olli smám saman að mást út en á fjórða hundrað íbúðarhús og aðrar byggingar grófust undir hraun og ösku.. Kristín Jóhannsdóttir, ferða og markaðsfulltrúi Vestmannaeyja, er meðal þeirra sem haft hefur forgöngu um málið. Fékk hún Harald Sigurðsson eldfjallafræðing í lið með sér. Haraldur hefur unnið að uppgreftri á þorpum sem lent hafa undir hrauni og vikri víða um heim og saman náðu þau að móta hugmyndina að Pompei norðursins. Þá hefur Páll Zóphóníasson, tæknifræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, unnið teikningar af svæðinu og verið með við gerð framkvæmdaráætlunar. Kristín segir að það sé ekki bara mikilvægt fyrir sögu Vestmannaeyja að gosminjum sé við haldið heldur sé ekki síður brýnt fyrir aðdráttarafl Vestmannaeyja sem ferðamannastaðar að geta sýnt minnisvarða um hversu lítils mannvirki mega sín þegar náttúruöflin séu annars vegar. ?Viðhald gosminja er einnig orðið kapphlaup við tímann því ástand þeirra gosminja sem hægt er að grafa upp og varðveita versnar hratt. Það var okkur því mikils virði að fá þennan styrk frá Ferðamálaráði til að geta hafist handa nú í sumar,? segir Kristín.

Skóflurnar teknar fram
Sem fyrr segir vekja fyrstu niðurstöður við uppgröftinn vonir um góðan árangur. Fyrsta húsið sem komið var niður á var hús númer 25 við Suðurveg. Var komið niður á vesturgafl hússins sem virtist ótrúlega heillegur eftir rúm þrjátíu ár á kafi í vikri. Kristín segir hugmyndina að húsið verði ekki grafið alveg upp til að byrja með heldur hluti af því til sýnis en síðan er næsta skref að grafa sig niður á Suðurveg og meðfram götunni. ?Þá verður þetta vandasamara og menn aðeins með skóflur við gröftinn þegar lengra er komið?, segir Kristín.

Hér að neðan eru myndir sem teknar voru við undirskriftina og jafnframt má skoða uppdrátt af deiliskipulagi fyrir svæðið.


Skrifað undir samninginn. Í aftari röð eru Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í samgönguráðuneytinu og Ferðamálaráðsmennirnir Dagur B. Eggertsson, Steinn Lárusson, Pétur Rafnsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Hlynur Jónsson og Gunnar Sigurðsson. Fyrir framan sitja Kristín Jóhannsdóttir, ferða- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyja; Bergur Elías Ágútsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum; Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs og Magnús Oddsson ferðamálastjóri.


Eftir undirskrift var ekki að sökum að spyrja að ráðsmenn sviptu sig klæðum, brettu upp ermar og tóku til óspilltra málanna við moksturinn. Ísólfur Gylfi, Einar Kr., Magnús, Gunnar og Pétur.
Myndir: Ferðamálaráð/EBG