Skýrsla um þolmörk ferðamennsku á Lónsöræfum
Nú er komin hér inn á vefinn skýrsla um þolmörk ferðamennsku í friðlandi á Lónsöræfum. Hún var eins og fram hefur komið kynnt á málþingi á Höfn í Hornafirði fyrir skömmu.
Önnur skýrslan af fimm
Skýrslan er afrakstur rannsókna sem Ferðmálaráð í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands lét gera á þolmörkum ferðamennsku á Lónsöræfum og fjórum öðrum vinsælum ferðamannastöðum. Áður var komin út skýrsla fyrir Skaftafell, sem einnig er aðgengileg hér á vefnum, og verið er að vinna rannsóknaskýrslur fyrir hina staðina þrjá, þ.e. Landmannalaugar, Mývatnssveit og þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum.
Mikið rit
Skýrslan fyrir Lónöræfi er mikið rit, samtals tæpar 200 blaðsíður, prýdd fjölda ljósmynda, korta og myndrita. Vegna stærðarinnar reyndist nauðsynlegt að skipta skýrslunni í 4 hluta þannig að birting á vefnum væri möguleg. Skýrsluna er að finna undir liðnum Útgáfa>Kannanir/skýrslur