Slysavarnir 2017 – ráðstefna og sýning
06.10.2017
Slysavarnir og öryggismál ferðamanna eru málefni sem snerta okkur öll enda ferðaþjónusta orðin ein helsta atvinnugrein okkar Íslendinga. 90 ára reynsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í slysavörnum á sjó og landi hefur sýnt fram á mikilvægi þess að málaflokknum sé vel sinnt.
Á ráðstefnunni Slysavarnir 2017, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg heldur á Grand Hótel í Reykjavík 20. - 21. október, koma saman af öllu landinu slysavarnafólk, starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu og aðrir sem láta sig slysavarnir og öryggismál ferðamanna varða.
Nánari upplýsingar og dagskrá á www.landsbjorg.is/slysavarnir2017