Smærri styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2012
Ferðamálastofa auglýsir eftir umsóknum um styrki til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Áhersla er á verkefni er tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku.
Hámarksupphæð hvers styrks verður 800 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun. Ekki er veittur styrkur fyrir eldsneyti, fæðiskostnaði eða vinnuframlagi við framkvæmdir. Til ráðstöfunar eru 8 milljónir króna.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2012. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.
Hvar ber að sækja um:
Umsóknar fara í gegnum rafrænt umsóknakerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þar eru skrá umsækjendur sig inn, fá notendanafn og lykilorð og veitir skráningin umsækjanda gagnvirkan aðgang að umsóknareyðublöðum. Kerfið er að fullu rafrænt og hægt er að vista umsóknir og halda áfram síðar. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 27. febrúar og síðasti umsóknadagur er 12. mars 2012.