Staða íslenskrar ferðaþjónustu - áskoranir og viðspyrnan 2022
Ferðamálastofa og KPMG kynntu í ársbyrjun skýrslu sína Fjárhagsgreining – Staða og horfur í ferðaþjónustu í árslok 2021. Í kjölfar þeirrar vinnu var farið í að skoða nánar fjárhag undirliggjandi greina ferðaþjónustunnar og hvaða áskoranir eru í þeirri viðspyrnu sem fram undan er.
Skýrslan sem svarar þessu er nú tilbúin og verður kynnt miðvikudaginn 2. febrúar klukkan 11:00. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra mun opna kynninguna og síðan munu Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Benedikt K. Magnússon sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG kynna niðurstöður skýrslunnar. Þá mun Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka gefa álit sitt á niðurstöðum skýrslunnar. Kynningunni verður streymt beint um netið og gerð aðgengileg á vefsíðu Ferðamálastofu að henni lokinni.
Fara má á vefsvæði fundarins með því að smella á hnappinn að neðan:
Staða íslenskrar ferðaþjónustu - áskoranir og viðspyrnan 2022
Ferðaþjónusta til framtíðar
Áhrif faraldursins hefur haft gífurleg áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Fjárhagsstaða fyrirtækja í greininni er verulega löskuð eftir tæplega tveggja ára baráttu við faraldurinn. Í skýrslunni er farið yfir helstu áskoranir íslenskrar ferðaþjónustunnar nú þegar hyllir undir lok kórónuveiru faraldursins. Spáð verður í framhaldið og hvernig leiðin út úr faraldrinum kann að líta út og hvernig ferðaþjónustan getur endurheimt styrk sinn til framtíðar.