Staða umhverfisfulltrúa laus til umsóknar
Ferðamálaráð Íslands hefur auglýst stöðu umhverfisfulltrúa lausa til umsóknar. Meðal helstu verkefna sem fylgja starfinu eru úttektir og tillögur til úrbóta á ferðamannastöðum ásamt eftirliti með framkvæmdum, ýmiskonar ráðgjöf varðandi umhverfismál, ráðgjöf vegna styrkbeiðna, umsagnir vegna umhverfismats og vinna við útgáfu og fræðslumál. Umhverfisfulltrúi er með starfsaðstöðu á skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri.
Umsóknum skal skila, fyrir 19. júlí nk., til:
Ferðamálaráð Íslands
Strandgötu 29
600 Akureyri
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 461-2915. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Samkvæmt lögum skal Ferðamálaráð Íslands sinna ýmsum verkefnum í ferðaþjónustu. Stofnuninn starfrækir fjórar skrifstofur í þremur löndum, Reykjavík, Akureyri, New York og Frankfurt. Stærstu málaflokkar eru landkynning og markaðsmál, upplýsingar fyrir ferðamenn og söluaðila, rannsóknir og kannanir, umhverfismál, gæðamál og fjölþjóðlegt samstarf.
Myndatexti: Umsóknum um stöðu umhverfisfulltrúa Ferðamálaráðs skal skila fyrir 19. júlí nk. til skrifstofu Ferðamálaráðs á Akureyri.