Fara í efni

Starf forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt auglýst

Lógó-ferðamálastofa
Lógó-ferðamálastofa

Ferðamálastofa óskar að ráða forstöðumann skrifstofu stofnunarinnar í Frankfurt. Meginverkefni skrifstofunnar er að veita forstöðu starfsemi Ferðamálastofu á meginlandi Evrópu og Bretlandi, með aðsetur í Frankfurt. Starfið heyrir undir forstöðumann markaðssviðs Ferðamálastofu.

 

Verkefnin felast m.a. í að vinna að markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands með ýmsum verkefnum m.a í samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Forstöðumaður skrifstofunnar er jafnframt yfirmaður markaðsfulltrúa fyrir Þýskaland, Frakkland og Bretland.

 

Auk hefðbundinna landkynningar- og markaðsverkefna er samstarfsverkefnið ?Iceland Naturally" í Evrópu vistað hjá Ferða-málastofu. Verkefnið er samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda og íslenskra fyrirtækja með það að markmiði að kynna Ísland og íslenskar vörur í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi.

 

Leitað er að einstaklingi með reynslu í markaðs- og sölumálum og stjórnun verkefna á sviði markaðsmála. Háskólamenntun er æskileg svo og góð enskukunnátta. Þýsku- og frönskukunnátta er æskileg.

 

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is  fyrir 22. janúar næstkomandi. Númer starfs er 5079.

 

 Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson

 Netfang: thorir@hagvangur.is