Fara í efni

Starf rekstrarstjóra Ferðamálastofu laust til umsóknar

logo_fms
logo_fms

Ferðamálastofa leitar eftir rekstrarstjóra í 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið getur verið staðsett í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Starfssvið
Rekstrarstjóri mun heyra beint undir ferðamálastjóra en starfssvið hans er m.a.:

  • Dagleg fjárhagsleg umsýsla stofnunarinnar, greiðsla reikninga og færsla bókhalds
  • Vinna að gerð ársáætlana stofnunarinnar og eftirfylgni við þær
  • Umsjón með samningagerð vegna styrkveitinga stofnunarinnar
  • Umsýsla vegna starfsmannahalds, í samvinnu við ferðamálastjóra
  • Staðgengill ferðamálastjóra í málefnum er lúta að almennri stjórnun

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólapróf í viðskiptafræði eða skyldum greinum er skilyrði
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af fjármálastjórnun hjá hinu opinbera
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur
  • Framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum og löngun til að takast á við síbreytileg verkefni
  • Samskiptahæfni

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2012. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast skrifstofu Ferðamálastofu í Reykjavík, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík eða á netfangið olof@ferdamalastofa.is og vera merktar starfinu. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ágúst Þorsteinsson rekstrarstjóri jonagust@ferdamalastofa.is

Auglýsing til útprentunar (PDF)