Stjörnuflokkun - Radisson Blu Hótel Saga hlýtur gæða- og umhverfisviðurkenningu Vakans
Á myndinni eru frá Hótel Sögu þær Anna Jónsdóttir starfsmannastjóri og Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri ásamt Öldu Þrastardóttur frá Ferðamálastofu.
Í dag fékk Radisson Blu Hótel Saga gæðaviðurkenningu Vakans afhenta. Flokkast Hótel Saga nú sem fjögurra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Einnig fær hótelið gullmerki í umhverfihlutanum.
Radisson Blu Hótel Saga er meðal elstu og rótgrónustu hótela landsins og er með 236 herbergi, 2 veitingastaði; Skrúð og Grillið, ásamt umfangsmiklu veislu – og fundarrými. Áhersla á samfélagslega ábyrgð og umhverfið er í hávegum höfð hjá hótelinu og er umhverfisviðurkenning Vakans enn ein staðfestingin á mikilvægi þessara þátta auk stjörnuflokkunarinnar.
Afar ánægjulegt er að fá Hótel Sögu til liðs við aðra þátttakendur Vakans og óskum við þeim innilega til hamingju með áfangann.