Stöngin inn í Þjórsárdal
Fornleifavernd ríkisins, í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands, efndu í sumar til almennrar hugmyndasamkeppni um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa sem eru við Stöng í Þjórsárdal.
Úrslit voru kunngerð í vikunni og kallast verðlaunatilagan „Stöngin inn“.
Minjastaður í fyrsta skipti hannaður heildrænt
Með verkefninu sem er minjastaður á Íslandi í fyrsta skipti hannaður heildrænt með hliðsjón af umhverfisþáttum og með það í huga að gera hann aðgengilegan og áhugaverðan fyrir almenning. Hér er því um frumkvöðlaverkefni að ræða. Áhugi er fyrir að gera sem flestar af fornleifunum í dalnum aðgengilegar fyrir ferðamenn á næstu árum. Hugsanlegt er að yfirfæra megi hugmyndina að fullu eða að hluta yfir á aðrar fornleifar í dalnum. Markmiðið er að nýta megi lausnina sem tillögu að því hvernig megi vinna að svipuðum verkefnum í framtíðinni á öðrum íslenskum minjastöðum.
Vel varðveittar minjar
Minjarnar í Þjórsárdal eru hvað best varðveittar allra minja frá víkingaöld, þökk sé ef svo má segja, öskufalli sem lagði byggðina í rúst fyrir mörgum öldum. Færa á rústirnar í upprunalegt horft og byggja yfir þær.
Gefur góð fyrirheit um heilsteypta umgjörð
Þau Karl Kvaran og Sahar Ghaderi frá Íran urðu hlutskörpust en þau hafa mest unnið á meginlandi Evrópu, aðallega í Frakklandi. Timburpallur verður reistur yfir gamla bæinn að Stöng og birtan gegnum timbrið á hliðunum vísar í ljóstýrur í rökkvuðum hýbýlum fyrri tíma. Verðlaunatillagan þykir afgerandi og sterk og gefa góð fyrirheit um heilsteypta umgjörð um hinar merku minjar. Mynd af verðlaunatillögunni má sjá hér með fréttinni en rökstuðning dómnefndar og nánari upplýsingar má nálgast í PDF-skjalinu hér að neðan.
- Stöngin inn (PDF)